Lífið kallar
Stærð: 50x50 cm.
Tækni: Blönduð tækni á striga.
Ef til vill tengir þú við upplifun listamannsins að vera aldrei eins lifandi og á góðum degi út í náttúrunni þar sem litirnir kalla hreinlega á þig að vera til. Þú dregur inn súrefnið í líkamann, hreyfir þig og tekur inn náttúrufegurðina. Drekkur í þig í lífið í gegnum öll skynfærin. Kannski skín sólin á milli greina í skóginum og fallegir skuggar dansa á malarstígum eða einfaldlega þar sem þú situr úti í garði og nýtur blómanna. Finnur kannski lyktina af nýslegnu grasi og horfir á flöktandi skugga af gróðrinum í kringum þig.
Þetta verk geymir þann ásetning að þú fáir notið þess þegar lífið kallar á þig að vera að fullu til staðar á slíkum augnablikum og að þú getir minnst slíkra augnablika þegar þú horfir á verkið. Á slíkum augnablikum virðist allt svo einfalt þó að lífið sé oft á tíðum ansi flókið.
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira