Andrea er fædd og uppalin á Húsavík en hefur frá unga aldri búið og ferðast víða um heiminn. Hún býr núna í Suðurhlíðum Kópavogs þar sem hún hefur komið sér upp lítilli listasmiðju og leyfir þar sköpunargleðinni að fá útrás.
Andrea dundaði sér mikið við að teikna þegar hún var barn og unglingur, en lagði svo listsköpun alfarið á hilluna þar til hún var vakin af listagyðjunni sjálfri í gegnum draumfarir. Þannig vaknaði skaparinn til vinnu. Sköpunarflæðið er eins og mis-straumhörð á og fer í ýmsar áttir, en sterkir litir, geometrísk form ásamt einstaka tilvísunum í forn fræði og. . . Lesa meira
Andrea er fædd og uppalin á Húsavík en hefur frá unga aldri búið og ferðast víða um heiminn. Hún býr núna í Suðurhlíðum Kópavogs þar sem hún hefur komið sér upp lítilli listasmiðju og leyfir þar sköpunargleðinni að fá útrás.
Andrea dundaði sér mikið við að teikna þegar hún var barn og unglingur, en lagði svo listsköpun alfarið á hilluna þar til hún var vakin af listagyðjunni sjálfri í gegnum draumfarir. Þannig vaknaði skaparinn til vinnu. Sköpunarflæðið er eins og mis-straumhörð á og fer í ýmsar áttir, en sterkir litir, geometrísk form ásamt einstaka tilvísunum í forn fræði og einföld alheims-sannleikskorn ráða ferðinni.
Andrea hefur komið víða við á sviði samfélagsmála með ýmsum félaga- og stjórnmálasamtökum. Nú hefur hún hins vegar snúið sér alfarið að nýjum víddum í eigin sköpunarheimi og hefur sterka þörf fyrir að þróa sinn innri listamann. Hún málar með akrýlmálningu á striga með mismunandi tækni og áhöldum. Hún sækir sér þekkingu og innblástur frá ýmsum listamönnum, viðfangsefnum, eigin hugarheimi og umhverfi sem er gnægtarbrunnur fyrir hið listræna sköpunarflæði.
Samsýningar:
LITKA Myndlistarfélag í Gallerý Stokkur á Stokkseyri – júlí 2022.
LITKA Myndlistarfélag í Ráðhúsi Reykjavíkur, LITKA fyrir Geðhjálp – september 2021.
LITKA Myndlistarfélag í Gallerý 67, Reykjavík – júní 2021.
Einkasýningar:
Listin að lifa - einkasýning í Gallerý Grástein, Skólavörðustíg 4 í Reykjavík – ágúst 2022.
Veggurinn í Skúmaskoti, Skólavörðustíg 21A, Reykjavík - desember 2022.
Galeria Azur, Madrid, Artsy og 1stdibs - maí 2023 - maí 2024.
Sýna minna