
Andrea Ólafs
Andrea Ólafs
Andrea er fædd og uppalin á Húsavík en hefur frá unga aldri búið og ferðast víða um heiminn. Hún býr núna í Suðurhlíðum Kópavogs þar sem hún hefur komið sér upp lítilli listasmiðju og leyfir þar sköpunargleðinni að fá útrás.
Andrea dundaði sér mikið við að teikna þegar hún var barn og unglingur, en lagði svo listsköpun á hilluna þar til á síðasta ári. Hún hefur komið víða við á sviði samfélagsmála og í listinni er hún sjálflærð með sterka þörf fyrir að þróa sinn innri listamann. Hún málar með akrýlmálningu á striga og prófar. . . Lesa meira
Stefnur og straumar
Stærð: 70x70 cm. Tækni: Akrýl á striga. Þetta verk ber með sér stefnur og strauma með þeim hætti að um tvær meginstefnur er að ræða í huga listamannsins. Birtast þær þannig að augað leitar að ákveðnum fókus punkti, en í...
161.000 kr
Klakabönd I
Stærð: 80x80 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Verkið var sýnt á samsýningu Myndlistarfélagsins LITKA til styrktar Geðhjálp í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á tímabilinu 11. - 19. september 2021. Hluti ágóðans af sölu verksins mun renna til Geðhjálpar.
180.000 kr
Orðin tíð
Stærð: 50x130 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Verkið hefur að geyma safn orða sem mörg hver lýsa hugarheimi listamannsins á þeim tíma sem verkið var unnið.
144.000 kr
You are music to my heart
Stærð: 60x30 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Ástin fær hjartað til að syngja. Þessi ástarjátning birtist á striga undir lok árs 2020.
50.000 kr
Villimey
Stærð: 70x50 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Hin litríka og ævintýralega ástargyðja varð til í kringum Valentínusardaginn 2021.
96.000 kr