JÖKULMILDI
Stærð: 80x120 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Snæfellsjökull er tákn mildrar nærveru og kyrrlátrar fegurðar. Þessi tignarlegi jökull hefur fallega nærveru með síbreytilegri snjólínu. Hvítur hjúpur hans veitir ró og einfaldleika, líkt og hann standi vörð yfir landinu. Snæfellsjökull minnir okkur á að fegurðin getur falist í þögulli nærveru sem umvefur okkur með friði og innri ró."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.