HEIMAHÖFN
Stærð: 50x120 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Verkið HEIMAHÖFN er af kyrrlátu strandlandslagi, þar sem friðsælt haf liggur óáreitt og endurspeglar skuggamyndir fjarlægrar strandlengju. Með verkinu vill listamaður vekja tilfinningu fyrir friði og kyrrð og bjóða áhorfandanum að njóta fegurðarinnar í samfelldum faðmi náttúrunnar milli kyrrláts hafs og lands. HEIMAHÖFN er tákn um vernd, skjól og öryggi hvar sem hver og einn kann að finna sína HEIMAHÖFN."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.