Hátíðaskref
Stærð: 30x22 cm.
40x30 cm í kartoni.
Tækni: Akrýl, vatnslitir, pastel og blek á vatnslitapappír.
"Myndin túlkar tilfinninguna við hátíðleg skref sem tekin eru við ýmis tækifæri. Manneskjur vanda sig og stíga varlega til jarðar hvort sem verið er að gera framandi tegund morgunverðar, gifta sig eða ganga um garða."
Ath: Selst ekki í ramma.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Sigrún Ása Sigmarsdóttir
Sigrún Ása Sigmarsdóttir (f. 1957) er búsett í Kópavogi. Hún hefur sótt námskeið hjá ýmsum listamönnum og er félagi í Vatnslitafélagi Íslands. Gegnum tíðina hefur hún útfært hugmyndir sínar í alls kyns handverki og eftir hana hefur komið út ein ljóðabók, Siffon og damask, 2018. Hún hefur fært sig á nýjar slóðir með aldrinum og vinnur nú með markvissari hætti við það sem henni er svo eðlislægt, myndlistin fær stærri sess. Hún veitir einstakt tækifæri til að takast á við streitu, sorg og gleði hversdagsins meðan unnið er. Tilfinning ræður hvernig verkin flæða fram og verða til án forskriftar þar. . . Lesa meira