Gullin augnablik
Stærð: 60x80 cm.
Tækni: Blönduð tækni á striga.
Þetta verk er málað með gullin augnablik í huga, með ósk um að við megum vera vakandi fyrir þessum augnablikum um leið og þau eiga sér stað. Að vera hér og nú í augnablikinu og njóta þess að horfa á náttúruna í allri sinni dýrð eða bara eitt fallegt blóm úti í móa og það fyllir okkur lotningu, þegar ástvinur hlær með okkur eða vinir koma saman. Það eru hin gullnu augnablik.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli
Staðsetning listaverks
1. Ef sækja á verk er gott að vita staðsetningu listamanns. Staðsetning listamanns kemur fram undir heiti verks hér fyrir ofan.
2. Setja í körfu
Fyrst þarf að bæta verki í körfu. Í körfunni þarf að haka í og samþykkja skilmála áður en gengið er frá kaupum. Áður en haldið er áfram í afhendingarmáta þarf að fylla inn upplýsingar um viðtakanda.
3. Afhendingarmáti
Í boði er að sækja verkið á vinnustofu listamanns eða að fá verkið sent heim. Ef valið er að sækja hefur listamaður samband og gefur upp nákvæma staðsetningu á vinnustofu.
4. Greiðsluleiðir
Greiðslu getur þú innt af hendi á ýmsa vegu: Kredit- og debetkort, millifærsla í banka, reiðufé eða Netgíró, Aur, Pei til þess að borga/dreifa/fresta greiðslum.
5. Afhending á verki
Þegar greiðsla hefur borist fær listamaður upplýsingar um kaupin. Listamaður hefur samband við kaupanda, við fyrsta tækifæri, og undirbýr verkið fyrir afhendingu.
6. Afhendingartími
Við leggjum metnað í afhendingartíma og því hafa listamenn oftar en ekki samband samdægurs til þess að afhenda verk.
Sjá skilmála fyrir ýtarlegri upplýsingar.

Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira