FRIÐARLJÓS
Stærð: 100x100 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Samheldni fjallanna birtist í mjúku FRIÐARLJÓSI sem umlykur hafið. Fjöllin standa andspænis hvort öðru, traust og stöðug. Milli þeirra ríkir virðing, hljóð, djúp og heilög eins og kyrrð fjallanna sjálfra. Ljós hafsins minnir okkur á að ást vex þar sem virðing, friður og samhljómur ráða ríkjum. FRIÐARLJÓSIÐ táknar samheldni, hlýju, birtu og gagnkvæma virðingu.
Fjöllin í verkinu eru tilvísun í landslag Snæfellsnes (Meðalnes og Miðnes)."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.