Ósk Laufdal er fædd árið 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, en flutti til Vestmannaeyja níu ára gömul og bjó þar, þar til í eldgosinu á Heimaey árið 1973. Hún hóf störf á vinnumarkaði sextán ára gömul og vann meðal annars í banka í áratug, á flugvelli og á skrifstofu í mörg ár. Þrátt fyrir átta stunda vinnudag helgaði hún sig listsköpun sinni í frítíma sínum. Í dag vinnur Ósk eingöngu við list sína og málar, leirar úr steinleir og gerir álskúlptúra. Hún hefur nú tækifæri til að helga sig listsköpun alla daga.
Íslenskar konur í þjóðbúningum urðu fljótt. . . Lesa meira
Ósk Laufdal er fædd árið 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, en flutti til Vestmannaeyja níu ára gömul og bjó þar, þar til í eldgosinu á Heimaey árið 1973. Hún hóf störf á vinnumarkaði sextán ára gömul og vann meðal annars í banka í áratug, á flugvelli og á skrifstofu í mörg ár. Þrátt fyrir átta stunda vinnudag helgaði hún sig listsköpun sinni í frítíma sínum. Í dag vinnur Ósk eingöngu við list sína og málar, leirar úr steinleir og gerir álskúlptúra. Hún hefur nú tækifæri til að helga sig listsköpun alla daga.
Íslenskar konur í þjóðbúningum urðu fljótt viðfangsefni, árið 1986, þegar hún hóf að búa til handmálaðar leirstyttur í þjóðbúningum. Þessar styttur seldi hún í tólf ár í helstu minjagripaverslunum í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli og í Jólahúsinu á Akureyri. Nú málar hún íslenskar konur á striga, byggt á minningum og upplifunum úr æsku sinni.
Árið 2015 tók ný stefna við hjá Ósk þegar hún sótti sitt fyrsta námskeið í olíumálun og síðar hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þar öðlaðist hún mikla þekkingu og öryggi í málverkinu. Frá þeim tíma hefur Ósk málað nánast á hverjum degi og hefur notið þess að mála alls konar myndlist, þó ástríða hennar síðustu ár sé að mála íslenskar konur í þjóðlegum klæðnaði, þar sem hún fangar gamlar minningar um konur í leik og störfum.
Ósk hefur einnig mikinn áhuga á garðrækt og hefur haldið uppi blómagarði í yfir fjörutíu ár. Gatan hennar fékk viðurkenningu Reykjavíkurborgar sem fegursta gatan árið 1988. Enn í dag bætir hún við blómum og skrauttrjám, sem hún ræktar og málar oft utandyra í blómagarði sínum þegar veður leyfir. Ósk hefur vinnuaðstöðu, bæði í Reykjavík og í Flórída, þar sem hún sinnir list sinni.
Myndlistarsýningar 2015–2025:
Mezzo Kaffihús
Café Mílanó
Glerhúsið í Gufunesi
Art 67 – Reykjavík
Mutt gallery – Reykjavík
Skúmaskot – Reykjavík
Kirsuberjatréð – Reykjavík
Gallery Zebra – Svíþjóð
Hotel Galleria, af ELAF í Jeddah, Sádí-Arabía
Gerðuberg – myndskreytingar úr barnabókum hennar
Listasalur Mosfellsbæjar
Listakot Vatnsdalshólum
Bókasafn Garðabæjar
Bókasafn Grafarvogs
Gallery Sergels Torg – Stokkhólmur

Sýna minna