Snædís Högnadóttir eða SOGNA er fædd í Vestmannaeyjum en uppalin í Kópavogi. Hún kemur af listamannafjölskyldu og hefur listin alltaf verið í henni. Sem barn teiknaði hún mikið, málaði, skrifaði ljóð og sögur og hannaði föt. Þegar sköpunarhæfileikum er ekki sinnt mun þörfin alltaf brjótast fram á einhverjum tímapunkti í lífi listamannsins og hefur Snædís farið aftur í að rækta sköpunarhæfileikana.
Snædís sækir innblástur úr litum og fegurð náttúrunnar, úr fjöllunum, lífsreynslunni og tilfinningum. Náttúran er stórkostlega mögnuð og vill hún skapa verk sem hver og einn getur tengt við á sinn hátt. . . Lesa meira
Snædís Högnadóttir eða SOGNA er fædd í Vestmannaeyjum en uppalin í Kópavogi. Hún kemur af listamannafjölskyldu og hefur listin alltaf verið í henni. Sem barn teiknaði hún mikið, málaði, skrifaði ljóð og sögur og hannaði föt. Þegar sköpunarhæfileikum er ekki sinnt mun þörfin alltaf brjótast fram á einhverjum tímapunkti í lífi listamannsins og hefur Snædís farið aftur í að rækta sköpunarhæfileikana.
Snædís sækir innblástur úr litum og fegurð náttúrunnar, úr fjöllunum, lífsreynslunni og tilfinningum. Náttúran er stórkostlega mögnuð og vill hún skapa verk sem hver og einn getur tengt við á sinn hátt frá sinni eigin reynslu og tilfinningum.
Listanafnið sem hún kennir sig við, SOGNA, kemur úr nafni Snædísar, en einnig frá orðinu sogna sem er ítalskt orð yfir drauma. Hún var stödd í lítilli hönnunarbúð í Sirmione á Garda í Ítalíu, og kom þar auga á lítið leirlistaverk sem á stóð SOGNA, greip hún þetta listanafn og lét draumana rætast um leið.
Snædís vinnur mest með akrýl, en oft blandaða tækni inni á milli. Hún stjanar við hvert verk í dágóðan tíma þar til henni finnst verkið hafa fundið sína rödd. Snædís hélt einkasýninguna Tign í janúar 2024, verk SOGNA á sýningunni TIGN voru og eru flest innblásin af tignarleika og fegurð fjallanna sem draga fram kraftmiklar tilfinningar sem finna má í sumum titlum verka hennar.
Sýna minna