Diegó
Stærð: 70x100 cm.
75x105 cm í svörtum flotramma.
Tækni: Olía á tréplötu.
"Diegó, frægasti köttur Íslands, er stundum kallaður Skeifu kötturinn því hann heldur til í nokkrum verslunum á því svæði. Ósk byrjaði á verkinu þegar leit stóð sem hæst að Diegó eftir að honum var rænt úr versluninni A4 í Skeifunni."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Ósk Laufdal
Ósk Laufdal er fædd árið 1958 í Reykjavík og ólst þar upp. Ósk er afkastamikil og fjölhæf listakona sem málar í ólíkum stílum. Hún hefur brennandi áhuga á að segja sögur með myndlist sinni sem endurspeglast skýrt í verkum hennar.
Ferill Óskar hófst árið 2014. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis, auk þess sem hún hefur haldið nokkrar einkasýningar. Ósk nýtir einnig steinleir og ál í listsköpun sína og mótar úr þeim verk sem spanna frá fíngerðum listaverkum til kraftmikilla skúlptúra.