ANGURVÆRÐ
Stærð: 80x100 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Þar sem hafið mætir landi ríkir djúp ANGURVÆRÐ. Hugur og hjarta fyllist kyrrð og tíminn stendur í stað. Endalaust hafið færir tengingu við eitthvað stærra og meira. ANGURVÆRÐ og kyrrð hrífur hjarta mannsins. Með hverri öldu sem berst að ströndinni og hverjum andardrætti sem fyllir lungun með fersku sjávarlofti finnur maður fyrir samhengi, einfaldleika og hreinni tilfinningu fyrir lífinu."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.