Að hvíla og vera
Stærð: 70x90 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Þetta verk inniheldur ásetning um að minna á það að vera og njóta í uppteknum heimi. Að finna sér stund á milli stríða til að hlaða á orkuna er nauðsynlegt öllum lifandi verum. Tré eru endalaus innblástur og það er eins og þau séu svo vitur. Eins og þau geymi sannleikann frá örófi alda um hvernig á að lifa af. Hversu oft gleymum við að stoppa og anda? Að einfaldlega vera og hlusta?
Eftirfarandi texti fylgir verkinu:
Að hvíla og vera
Í logninu á milli vindhviða,
hægir lífið á sér.
Þar er yndislegt að hvíla og vera.
Þar má hlusta og heyra ákall hjartans.
Í kyrrðinni sem breytir ásýnd alls sem er.
"Megir þú finna kyrrð og heyra ákall hjartans""
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira