MORGUNBJARMI
Stærð: 80x120 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Verkið MORGUNBJARMI er óður til íslensku sumarnæturinnar sem stundum rennur saman við MORGUNBJARMA. Andartakið, þegar fyrstu sólargeislarnir faðma blíðlega sjóndeildarhringinn. MORGUNBJARMI minnir okkur á að þegar heimurinn kemur rólega fram í dögun hefst nýr dagur með nýja von og endalausa möguleika og tækifæri. Verkið býður okkur að staldra við um stund og njóta kyrrláts MORGUNBJARMA."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.