
Snorri Þórðarson
Snorri Þórðarson
Snorri hefur verið í myndlist frá unga aldri og er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Hann lauk námi frá Fagurlistadeild myndlistaskólans á Akureyri vorið 2017 en hefur síðan numið myndlist í Lorenzo de Medizi í Flórens á Ítalíu auk lengri og styttri námskeiða í Danmörku. Hann málar mest með olíu á striga en hefur einnig fengist við koparristur og vatnsliti. Hann fæst gjarnan við samband manns og náttúru og reynir að fanga draumkennd í verkum sínum með sérstöku litavali.