New era
Stærð: 100x100 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Þegar þokan læðist yfir spegilslétt vötnin, hefst nýr kafli. Náttúran er kyrr en í þeirri kyrrð býr þessi kraftur. Þetta verk táknar umbreytingu og það augnablik þegar eitthvað nýtt og óskrifað tekur við. Það er áminning um að jafnvel eftir langan vetur, hefst nýtt tímabil fullt af möguleikum."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Snædís Högnadóttir
Snædís Högnadóttir eða SOGNA er fædd í Vestmannaeyjum en uppalin í Kópavogi. Hún kemur af listamannafjölskyldu og hefur listin alltaf verið í henni. Sem barn teiknaði hún mikið, málaði, skrifaði ljóð og sögur og hannaði föt. Þegar sköpunarhæfileikum er ekki sinnt mun þörfin alltaf brjótast fram á einhverjum tímapunkti í lífi listamannsins og hefur Snædís farið aftur í að rækta sköpunarhæfileikana.
Snædís sækir innblástur úr litum og fegurð náttúrunnar, úr fjöllunum, lífsreynslunni og tilfinningum. Náttúran er stórkostlega mögnuð og vill hún skapa verk sem hver og einn getur tengt við á sinn hátt. . . Lesa meira