
Sigrún Halla
Sigrún Halla
Sigrún Halla (f. 1979) útskrifaðist með BA gráðu í Listfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og með diplómagráðu frá Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík 2014. Hún er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og Textílfélaginu og hefur verið virk í sýningahaldi undanfarin ár. Sigrún hefur að auki bakgrunn í stafrænni hönnun og stundar nú mastersnám í Listfræði við háskóla Íslands.
Sigrún Halla vinnur teikningar og málverk með tilraunakenndri nálgun í ýmsum miðlum. Abstrakt verk hennar dansa oft á jaðrinum hvað skilgreiningar varðar með laustengdum skírskotunum sínum til hlutveruleikans. Leikur og tilviljun er útgangspunkturinn í vinnuferli hennar þar sem innsæi, framkvæmd og. . . Lesa meira