Vex í klettaskorum
Stærð: 40x30 cm.
49x39 cm í kartoni.
Tækni: Akrýl, vatnslitir og blek á 300g kaldpressaðan pappír.
"Þegar ferðast er um heiminn og teknar ljósmyndir af litríkum gróðri sem þrýstir sér fram og upp á ólíklegustu stöðum þá vekur það furðu okkar sem búum við meiri berangur. Á utanverðum veggjum "klettakirkjunnar" í Helsinki eru plöntur sem blómstra ríkulega. Ferð með góðum vinum að skoða kirkjuna að innan og utan og líka að ofan er kveikjan að þessu verki. Síðsumar gefur litrík blóm."
Ath: Selst ekki í ramma.
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Sigrún Ása Sigmarsdóttir
Sigrún Ása Sigmarsdóttir (1957) nýtur þess að fara í Grasagarðinn, ferðast um heiminn, sauma út og sauma í vél, gera við hluti, elska fólkið sitt, eiga samræður og læra alls konar nýtt. Hún er í hjarta sínu barnabókavörður, enda mikilvægasta vinnan á starfsferlinum, rak eitt sinn heildverslun og var upplýsingafræðingur hjá Mbl og Rúv. Er líka Zentangle/flæðiflúr/teiknidútl leiðbeinandi.
Myndlistarferillinn hóf að blómstra við 63 ára aldurinn en Sigrún hefur sótt námskeið hjá nokkrum kennurum. Rauði þráðurinn í verkunum er náttúruleg form. Þar er sterk vísun í lífrænan plöntuheim, hið smágerða og fínlega er kallað fram með notkun sterkra lita og. . . Lesa meira