
Seweryn Chwala
Seweryn Chwala
Seweryn Chwala er listamaður fæddur og uppalinn í Póllandi en býr nú og skapar listaverk sín á Íslandi. Frá 2002 -2007 stundaði hann nám í málaralist í myndlistardeild Marie Curie-Sklodowska háskólans, en afrakstur þess er MA diplómanám í málaralist.
Seweryn hefur starfað sem fyrirlesari, list- og götulistakennari fyrir fullorðna, unglinga og börn í skólum og félagsmiðstöðvum í Póllandi sem og á Íslandi. Hann hefur tekið þátt í mörgum einka- og samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Ástríða hans er ekki einungis málverk heldur einnig veggjakrot og veggmyndir. Listræn áhugamál hans eru raunsæi, ljósmyndaraalismi, abstrakt og popplist.