Sara Oskarsson (1981) fæddist í Reykjavík og ólst upp að hluta til í Skotlandi. Sara hefur starfað sem listmálari í 20 ár. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í málun frá Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2012. Í dag býr Sara í Vesturbænum í Reykjavík.
Sara hefur haldið fjölmargar einkasýningar og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Fjallað hefur verið um verkin hennar í Telegraph dagblaðinu í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu.
Verk hennar hafa selst til listaverkasafnara um allan heim; meðal annars til Bretlands, Írlands, Frakklands, Danmörku, Indlands, Bandaríkjanna, Hollands og Ástralíu. Sara. . . Lesa meira
Sara Oskarsson (1981) fæddist í Reykjavík og ólst upp að hluta til í Skotlandi. Sara hefur starfað sem listmálari í 20 ár. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í málun frá Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2012. Í dag býr Sara í Vesturbænum í Reykjavík.
Sara hefur haldið fjölmargar einkasýningar og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Fjallað hefur verið um verkin hennar í Telegraph dagblaðinu í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu.
Verk hennar hafa selst til listaverkasafnara um allan heim; meðal annars til Bretlands, Írlands, Frakklands, Danmörku, Indlands, Bandaríkjanna, Hollands og Ástralíu. Sara hlaut tilnefningu til Art Gemini Prize í Bretlandi árið 2013.
Verkin eru að miklu leyti innblásin af orkunni og dýnamíkinni sem finnst í íslenskri náttúru. Efnin sjálf eru þungamiðjan í vinnunni. Hún notar óhefðbundin efni og aðferðir sem sitja þó innan ramma og hugmyndafræði málverksins.
Málverkin spegla í stórbrotnum og dramatískum veruleika náttúrunnar en lifa jafnframt sínu sjálfstæða lífi. Efnafræði kemur töluvert við sögu við sköpun og þróun málverkanna sem eru ástríðufullar tilraunir á striga.
Sara starfar sem listamaður í fullu starfi og er með rúmgóða vinnustofu á Hverfisgötu 14 í Reykjavík.
Sýna minna