Kraftaverkið
Stærð: 80x60 cm.
84x64 cm í svörtum flotramma.
Tækni: Akrýl, sprey, resin, gyllt duft og blek á striga.
Kraftaverkið heiðrar þá tímalausu alkemíu sem það að mála er. Á sama hátt og alkemistar miðalda og endurreisnartímans notfærðu sér eldinn til þess að „göfga“ efnið nota listamenn listræna ferlið til þess að ummynda og „göfga“ efnið og það lifnar við.
Rétt eins og alkemían í íslenskri náttúru þegar efni úr iðrum jarðar er umbreytt eins og t.d. í eldgosi.
Alkemía til forna var ekki einungis efnafræðigrúsk kuklara sem vildu gera sér gull úr sandi. Carl Gustav Jung benti á að alkemían var mikilvægur þáttur í heimsmynd miðalda og var upphafið að efnafræði nútímans. Markmiðið var að mörgu leyti að endurgera eða líkja eftir sköpunarferli náttúrunnar rétt eins og það er þrotlaus viðleitni listarinnar að koma reiðu á óreiðuna.
Málað: 2022
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Sara Oskarsson
Sara Oskarsson (1981) fæddist í Reykjavík og ólst upp að hluta til í Skotlandi. Sara hefur starfað sem listmálari í 20 ár. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í málun frá Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2012. Í dag býr Sara í Vesturbænum í Reykjavík.
Sara hefur haldið fjölmargar einkasýningar og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Fjallað hefur verið um verkin hennar í Telegraph dagblaðinu í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu.
Verk hennar hafa selst til listaverkasafnara um allan heim; meðal annars til Bretlands, Írlands, Frakklands, Danmörku, Indlands, Bandaríkjanna, Hollands og Ástralíu. Sara. . . Lesa meira