Sævar Jóhannesson
Sævar Jóhannesson
Sævar Jóhannesson fæddist 1973 og ólst upp í Kópavoginum. Djúpu ræturnar liggja á vestfjörðum og nú í Kjósinni þar sem Sævar býr og starfar. Eftir viðkomu í nokkrum menntastofnunum, með misgóðum árangri, álpaðist Sævar í fornámið góða í Myndlista- og handíðaskólanum sáluga. Svo tók við nám í myndlist/grafík við nýja Listaháskólann hvaðan Sævar útskrifaðist árið 2002 með BA í myndlist.
Sævar hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en einkasýningarnar hafa látið bíða eftir sér. Nokkrar bækur hefur Sævar myndskreytt og svo fékk hann Forlagið til að gefa út litabók eftir sig fyrir nokkrum árum.
Innblásturinn í verkum Sævars kemur frá popkúltúr, rokktónlist, öllu og engu. Verkin eru flest bræðingur símakrots, popplistar og oplistar. Með örfáum undantekningum eru verkin teikningar á pappír.
Karfan þín
Karfan þín er tóm.