Með á nótunum

Birgir Rafn Friðriksson
Höfuðborgarsvæðið
1
650.000 kr

Stærð: 120x120 cm.

Tækni: Olía á striga.

Málað 2022. 

Verkið Með á nótunum / Full Attention kemur úr sýningarröð á Garðatorgi í Garðabæ veturinn 2021-22. Sýningarröðin var sumsé 5 mánaðar langar sýningar eða þættir eins og Birgir Rafn kallaði þær, þar sem hver þáttur tók við af öðrum frá nóvember byrjun og alveg fram til loka mars. Birgir Rafn sagði sýninga skipulagið vera hugsað eins og Netflix þátta seríu og hver þáttur kemur með eitthvað nýtt. Verkefnið nefndist Dúettar og urðu þeir 5 talsins: Um upphaf, Í mótun, Fundið stað, Af athygli og sá fimmti hét Hugleiðingar. Dúetta verkefnið gekk út á að láta tvö sjálfstæð verk, sem bæði snerta á sama viðfangsefni en með ólíkum hætti þó, sýna sig saman og ekkert annað að trufla. Birgir Rafn vildi búa til rými með tveimur verkum eins og gerist þegar tvær raddir syngja dúett; láta þær vera og verka saman. "Í dúett eru raddirnar bundnar saman, mynda takmarkandi rými fyrir jafnvægi og eru mælikvarði fyrir hvor aðra. En það myndi aldrei gerast nema einmitt vegna þess að þær eru tvær en ekki ein rödd", segir Birgir Rafn.

Um verkið sjálft segist Birgir Rafn hafa séð fyrir sér það augnablik þegar vilji manns og löngun til að taka eftir, taka þátt, opnar mann upp fyrir upplifuninni. Athygli manns sækir út en um leið opnar inn. Myndin á að vera í senn mynd af því athyglisverða og vera hið athyglisverða fyrir áhorfandann. Ef vel er að gáð má sjá silúettur ýmissa hluta en þó bara silúettur þeirra, því litir, form og hreyfing taka yfir orðin og skilgreiningar þörfina. Ástæðan fyrir eins konar geómetrískri nálgun á verkefnið segir Birgir Rafn vera að þrátt fyrir að maður gefi sig alveg af "hreinum" áhuga, þá er samt ekki verið að kasta sjálfum sér í óreiðu, kaós. "Það merkilega er að það er mjög hreinn strúktúr við það að opna sig upp og gefa sig svona að einhverju. Það gerist ekki bara einhvern veginn, þó litli stjórnandinn í manni nái engan veginn að vinna úr upplýsingunum sem flæða inn í mann. Það að láta þarna af eigin stjórn er ekki stjórnleysi í upplifuninni þó litli rökhugsuðurinn í manni sé að fríka út. Mér finnst það afar mikilvægt að menn gleymi þessu ekki. Litli rökræðarinn í manni verður að muna sinn stað í tilverunni", segir Birgir Rafn

Upplag

Lesa meira.

Er verkið einstakt?

Öll listaverk á vefnum, nema annað sé tekið fram, eru frumverk og er því aðeins eitt eintak til.

Ljósmyndir og eftirprent eru dæmi af verkum sem yfirleitt eru gefin út í takmörkuðu upplagi og er magnið þá alltaf tekið fram.

14 daga skilaréttur

Lesa meira.

14 daga skilaréttur og full endurgreiðsla. Ef þú ert ekki ánægð/ur með verkið þitt, skilaðu því og við aðstoðum þig við að finna verk sem hentar betur.

Kaupferli og afhending

Lesa meira.

1. Staðsetning listaverks

Ef sækja á verk er gott að vita staðsetningu listamanns. Staðsetning listamanns kemur fram undir heiti verks hér fyrir ofan.

2. Setja í körfu

Fyrst þarf að bæta verki í körfu. Í körfunni er smellt á “ganga frá kaupum”. Áður en haldið er áfram í afhendingarmáta þarf að fylla inn upplýsingar um viðtakanda.

3. Afhendingarmáti

Í boði er að sækja verkið á vinnustofu listamanns eða að fá verkið sent heim. Ef valið er að sækja hefur listamaður samband og gefur upp nákvæma staðsetningu á vinnustofu.

4. Greiðsluleiðir

Greiðslu getur þú innt af hendi á ýmsa vegu: Kredit- og debetkort, millifærsla í banka, reiðufé eða Netgíró, Aur, Pei til þess að borga/dreifa/fresta greiðslum.

5. Afhending á verki

Þegar greiðsla hefur borist fær listamaður upplýsingar um kaupin. Listamaður hefur samband við kaupanda, við fyrsta tækifæri, og undirbýr verkið fyrir afhendingu.

6. Afhendingartími

Við leggjum metnað í afhendingartíma og því hafa listamenn oftar en ekki samband samdægurs til þess að afhenda verk.

Heimsent eða sótt

Lesa meira.

Við sendum eða þú sækir. Þú hefur val á milli þess að sækja verkið á vinnustofu listamanns eða fá verkið sent heim. Ef þú velur að sækja verkið er það listamaðurinn sjálfur sem afhendir verkið frá vinnustofu sinni.

Þegar greiðsla hefur borist fær listamaður upplýsingar um kaupin. Því næst undirbýr listamaður verkið fyrir afhendingu. 
Ef þú valdir að sækja verkið hefur listamaður samband við fyrsta tækifæri og þið finnið hentugan tíma.

Listamenn hafa oftar en ekki samband samdægurs til þess að afhenda verk. Í einstaka tilfellum getur það tekið lengri tíma.

Birgir Rafn Friðriksson

Birgir Rafn Friðriksson - B R F, fæddur í júlí 1973, er uppalinn Eyfirðingur, nánar tiltekið á Akureyri. Myndlistarmenntun hóf hann formlega úti í Suður Frakklandi 1995, þar sem hann segist hafa fengið ”bakteríuna”. Hann snéri því fljótt aftur heim til Akureyrar þar sem hann sótti mörg kvöldnámskeið Myndlistarskólans á Akureyri. Birgir Rafn skráði sig svo í dagnám við skólann og útskrifaðist frá málunardeildinni árið 2001 eftir fjögurra ára nám. Á meðan náminu stóð vann hann m.a. fyrir sér sem myndskreytir á auglýsingastofu og kenndi á myndlistanámskeiðum. Árið 1999 hlaut hann styrk til hálfs. . . Lesa meira

Ummæli viðskiptavina Apollo art

Ert þú næsti ánægði viðskiptavinur okkar?

Mjög þægileg og fljótleg leið til þess að eignast verk eftir íslenska listamenn. Ég hef nýtt mér heimamátun og líka skoðað verk á vinnustofu listamanns. Mæli með.
Rannveig Gunnarsdóttir
Allt gekk eins og í sögu. Eignaðist listaverk sem gleður mig. Ánægjulegt að styðja við íslenska list og listamenn.
Unnur Ólafsdóttir
Skemmtilegt að vera í sambandi við listamanninn. Fékk myndina senda um leið og var mjög ánægð.
Hrund Pétursdóttir
Góð þjónusta listamannsins, afgreiðslan gekk hratt og vel fyrir sig sem skiptir máli fyrir mig.
Erla Gunnars
Virkilega gaman að sjá vettvang fyrir íslenska listamenn á sama stað! Ég er virkilega sáttur með þá þjónustu sem ég fékk hjá Apollo art og Árna Thor, mæli hiklaust með!
Böðvar Böðvarsson
Frábær vettvangur. Keypti verk eftir Jóhannes P. og sótti það samdægurs. Allt upp á tíu hjá bæði Apollo og listamanni. Takk fyrir mig!
Kristján Finnbogason
Keypti yndislegt verk hérna eftir Höllu Harðardóttur og er í skýjunum! Fljótlegt, þægilegt og samskipti fagmannleg. Held áfram að versla við Apollo art, það er klárt 👌.
Bjarney Bjarnadóttir
Þægilegur vefur, upplifun ánægjuleg. Góð yfirsýn yfir verk, ágætis úrval og kaupin sem fram fóru gengu hratt og vel.
Ö.Á.
Traustið á milli viðskiptavinar og listamanns er frábært, ég fékk verkið í heimamátun og það var svo lítið mál. Sölu/skoðunar ferlið er auðvelt og fljótlegt.
Nafnlaust
Allt staðist, flott verk og ánægjuleg viðskipti. Hlakka til að gera aftur góð kaup af fallegum verkum á Apollo Art. Kíki reglulega og bíð eftir ákveðnum listamönnum með ný verk sem ég hef augastað á.
Nafnlaust
You have successfully subscribed!
This email has been registered