GÆFA
Stærð: 120x150 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"GÆFA er eins og mjúkt ljós sem fellur yfir lífið — stundum hulin skýjum, en alltaf til staðar. Hún býr í kyrrðinni þegar þú horfir á hafið, heyrir öldurnar hvísla og hjartað slá. Allt er eins og það á að vera þegar degi hallar. Náttúran kennir okkur að gæfan er ekki aðeins í hinu mikla, heldur einnig í hinu smáa. Augnablikið þegar þú kemur auga á dropa regns á laufblaði, finnur lykt af nýslegnu grasi, geislum sólarinnar sem falla á hafið eða í því hvernig hafið andar við ströndina. Þar finnur hjartað jafnvægi og sálin ró, það er GÆFA."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.