Lovísa Tómasdóttir
Lovísa Tómasdóttir
Lovísa Tómasdóttir ólst upp í sveit á Suðurlandi. Hún flutti til Reykjavíkur 16 ára gömul og hefur búið þar síðan. Allt frá unga aldri hefur hún haft mikinn áhuga á sköpun. Lovísa er menntaður klæðskerameistari og hefur jafnframt sótt áfanga og námskeið í bæði myndlist og grafískri hönnun.
Lovísa fékk sína heilun í gegnum sköpun. "Sköpun er heilandi afl og mikil útrás fellst í því að skapa. Það getur því verið ákveðið bjargráð að búa til list, leið til að komast í gegnum krefjandi tímabil."
Mótsögnin við dapurleikann sem oft má finna í verkum Lovísu er sterka litapallettan sem hún kýs að nota. Lovísa hefur aðallega unnið með olíumálningu sem henni finnst kalla fram meiri dýpt í verk sín.
Loka
Karfan þín
Karfan þín er tóm.