Rauða nótt
Stærð: 25x30 cm.
Tækni: Olía, málmduft, vax og blek á striga.
Rauða nótt var máluð seint um kvöld og er innblásin af minningum um fortíðina. Um það hvernig nostalgískar minningar flæða oft til manns um kvöld eða nætur. Óljósir kastalar og turnar fortíðarinnar lýsast upp í huga þess sem man, saknar og gleðst. Gull sem flæðir um hjartað.
Málað: 2022
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Sara Oskarsson
Sara Oskarsson (1981) fæddist í Reykjavík og ólst upp að hluta til í Skotlandi. Sara hefur starfað sem listmálari í 20 ár. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í málun frá Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2012. Í dag býr Sara í Vesturbænum í Reykjavík.
Sara hefur haldið fjölmargar einkasýningar og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Fjallað hefur verið um verkin hennar í Telegraph dagblaðinu í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu.
Verk hennar hafa selst til listaverkasafnara um allan heim; meðal annars til Bretlands, Írlands, Frakklands, Danmörku, Indlands, Bandaríkjanna, Hollands og Ástralíu. Sara. . . Lesa meira