HUGBOÐ
Stærð: 120x150 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Að fá HUGBOÐ um að klífa tindinn er tákn um hugrekki og þrautseigju, um elju sálar sem lætur ekki bugast. Lífsins leið er löng og ströng og full af áskorunum. En í hverju skrefi felst viska og vöxtur. Ferðalagið sjálft er stærsti sigurinn, umbreytingin sem verður þegar hjartað fylgir HUGBOÐINU.
Tindurinn er stækkað brot úr Eystrahorni."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.