
Kristjana Valdimarsdóttir
Kristjana Unnur Valdimarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1947 og ólst þar upp. Frá fimm ára til fjórtán ára dvaldi hún öll sumur í sveit í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu. Hún gekk í Miðbæjarskólann og þar kenndi teikningu Jón E. Guðmundsson. Tólf ára tók hún þátt í alþjóðlegri sýningu á vegum UNESCO sem listfræðibandalag í Japan sá um og Félag teiknikennara hér á landi. Málverk eftir íslensk börn voru þá sýnd í Japan og málverk japanskra barna voru sýnd á Íslandi. Kristjana er þó þekktari fyrir ljóðlist og söngtexta sem birst hafa í bókum og textar hennar útgefnir á geisladisknum Ástartöfrar, en faðir hennar Valdimar J. Auðunsson samdi lögin. Kristjana fór ekki að mála neitt fyrr en eftir sextugt er hún ákvað að ögra sjálfri sér og var einn vetur í kennslu hjá Þuríði Sigurðardóttur. Síðan hefur hún sótt námskeið hjá hjá Myndlistaskóla Kópavogs, Bjarna Sigurbjörnssyni, Ástu B.Ríkharsdóttur og fleiri listamanna m.a. í San Fransisco.
Kristjana hefur málað eingöngu með olíulitum hingað til, en notar oft blandaða tækni, svo sem að blanda sagi, ösku, sandi eða silkipappír í myndirnar. Innblásturinn sækir hún nær oftast í náttúruna eins og fjöll, steina og kletta.
Samsýningar:
Nemendasýningu hjá Þuríðar Sigurðardóttur
Samsýning í Sundlaug Mosfellsbæjar
Samsýning LITKA í Art 67
Samsýning LITKA í safnaðarheimili Kópavogskirkju Samsýning í Skálholti
Kristjana hefur málað eingöngu með olíulitum hingað til, en notar oft blandaða tækni, svo sem að blanda sagi, ösku, sandi eða silkipappír í myndirnar. Innblásturinn sækir hún nær oftast í náttúruna eins og fjöll, steina og kletta.
Samsýningar:
Nemendasýningu hjá Þuríðar Sigurðardóttur
Samsýning í Sundlaug Mosfellsbæjar
Samsýning LITKA í Art 67
Samsýning LITKA í safnaðarheimili Kópavogskirkju Samsýning í Skálholti