![Kristín Ragnars - Listamaður Apollo art](https://cdn.shopify.com/s/files/1/0298/9821/1388/files/D336EE55-7292-4C3E-8560-03445EE085C0_1_105_c_jpeg_600x600.jpg?v=1687858535)
Kristín Ragnars
Kristín Ragnars
Kristín er fædd og uppalin á Sauðárkróki árið 1975. Hún hefur farið á ótal námskeið í myndlist ásamt fornámi í Myndlista og handíðaskólanum árið 1997. Kristín hefur verið í myndlistinni frá 2014 og hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. Þær eru flestar frá árlegum viðburði Myndlistarfélagi Sólon á Sauðárkróki, "Litbrigði Samfélagsins", sem er haldin í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga ár hvert. Kristín hefur einnig tekið þátt í þemasýningum sem eru haldnar í Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum, "Þórdís" árið 2021 og "Borgarvirki" árið 2022. Kristín hefur haldið eina einkasýningu, "Sýn", í Héraðsbókasafni Skagfirðinga árið 2019.
Innblástur í verk Kristínar sækir hún aðallega í landslag og náttúru Íslands og samskipti mannsins við hana. Verkin eru ýmist unnin með vatnslitum eða olíu.