
Kristín Elísabet Guðjónsdóttir
Kristín Elísabet Guðjónsdóttir
Kristín er fædd í Hafnarfirði í febrúar 1957, alin upp í Garðabæ og býr nú á Seltjarnarnesi.
Hún hefur stundað listmálun í u.þ.b. 14 ár. Verið í einkakennslu hjá menntuðum myndlistarkennurum hérlendis sem og erlendis og sótt fjölmörg námskeið.
Kristín vinnur verk sín á striga og masónít, ýmist með olíu og/eða akrýl.
Verk Kristínar sem eru að mesti leyti abstrakt hafa verið til sýnis á nokkrum stöðum og hefur hún verið með einkasýningar m.a. í Gallery Gróttu (2018) og Gallerí Grástein (2020).