Blámi
Stærð: 40x30 cm.
Tækni: Blönduð tækni á striga.
Innblástur af þessari mynd er ljósmynd af blómum sem Kristín Berta tók í garðinum sínum að sumri. Formin og mynstrin sem blómin og náttúran mynda er endalaus uppspretta innblásturs. Íslenska sumarið veitir von í hjarta og þá verður svo auðvelt að láta sig dreyma og hafa trú á því að draumar geti ræst.
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira