Kat Botezatu
Kat Botezatu
Ecaterina Botezatu, betur þekkt sem Kat, er listakona frá Moldóvu sem flutti til Íslands árið 2019. Áhugi Kat á myndlist kemur frá æsku hennar í heimalandinu Moldóvu. En þar stundaði hún nám við Republican College of Fine Arts, “Alexandru Plamadeală”, í höfuðborg Moldóvu, Chisinau.
Upphaflega stundaði hún portrettlist, en Ísland kveikti á nýrri ástriðu fyrir landslagsmálverkum. Meðfram myndlistinni starfar hún einnig sem húðflúrari, en hefur undanfarið beint athyglinni sinni meira að málverkum til að leyfa sér að kanna og tjá listræna sýn sína að fullu.
Frosty Flock's Realm
Stærð: 70x50 cm.
Tækni: Olía á strigaspjald.
Ath: Selst ekki í ramma.
180.000 kr