
Jóhannes Patreksson (JóiPé)
Jóhannes Patreksson (JóiPé)
Jóhannes Damian Patreksson er listamaður sem er betur þekktur undir listamanna nafninu “JóiPé” en það er nafn sem margir ættu að kannast við. Jóhannes fæddist í Þýskalandi árið 2000 en hann er uppalinn á Íslandi í Garðabæ. Hann lauk menntaskólanámi á myndlistarsviði við Fjölbrautaskóla Garðabæjar og í kjölfar þess fór Jóhannes í Listaháskóla Íslands þar sem hann lærir tónsmíðar í dag.
Verk Jóhannesar eru mest megnis expressjónísk, tilfinningin er alltaf í fyrirrúmi og stjórnar því förinni. En þrátt fyrir hans hráa og tilfinningaríka stíl þá gegnir hvert einasta smáatriði lykilhlutverki og hver pensilstroka. . . Lesa meira
Fram í rauðan dauðann
Stærð: 90x70 cm. Tækni: Akrýl, sprey, tússpenni og vaxlitir á striga. Þetta verk inniheldur veggspjald sem hangir á rauðum steinvegg og prýðir titil hljómplötu listamanns, Fram í rauðan dauðann. En ný tónlist eftir hann kemur út von bráðar og þetta...
250.000 kr
Auga fyrir auga
Stærð: 90x70 cm.
Tækni: Akrýl, sprey, tússpenni og vaxlitir á striga.
Verkið er fyrsta málverkið sem listamaður geri í þessari seríu og heldur hann mikið upp á það.
250.000 kr
Á öðrum stað, á öðrum tíma
Stærð: 100x70 cm. Tækni: Akrýl, sprey, pastel krítar og vaxlitir á striga. Kveikjan að þessu málverki var verk eftir Rosina Wachtmeister, en eitt verk hennar hangir í bílskúr listamanns þar sem hann er með vinnuaðstöðu. Fuglinn sem er fastur í...
250.000 kr
VINNA
Stærð: 120x80 cm.
Tækni: Akrýl, sprey, pastel krítar og vaxlitir á striga.
Verkið inniheldur tilvitnun í hugarheim tónlistar listamanns. Litirnir og fígúran grípa vel utan um það hvernig hann sér fyrir sér hljómplötu sína.
280.000 kr