
Ísabella Kjartansdóttir
Ísabella Kjartansdóttir
Ísabella Kjartansdóttir er fædd árið 2000 og ólst upp í Keflavík. Hún útskrifaðist með diplómu í málun úr Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2024 og stundar nú nám við University of Cumbria í Norður Englandi, þar sem hún vinnur að B.A. í myndlist.
Ísabella málar með olíu og hefur gert það síðastliðin 5 ár. Hún strekkir sína eigin striga og grunnar þá með kanínulími sem gefur strigaefninu góða strekkingu. Ísabella notast við íblöndunarefnin línolíu og terpentínu til þess að fá mismunandi áferð og leikur sér þannig með myndbyggingu málverksins.
Ísabella málar í súrrealískum stíl og tekur ákveðin málefni fyrir í sköpunarferlinu. Hún hefur mikinn áhuga á heimspeki og tekur oft ákveðna hugmyndafræði þaðan og málar svo hvernig hún sér það fyrir sér í sýnum myndheim.
Karfan þín
Karfan þín er tóm.