
Guðrún le Sage de Fontenay
Guðrún le Sage de Fontenay er fædd og uppalin á Útgörðum í Hvolhreppi en býr nú í Reykjavík. Hún lauk námi sem grafískur hönnuður árið 1989 frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands.
Frá útskrift hefur Guðrún unnið sem grafískur hönnuður auk þess að leggja stund á málaralist. Guðrún málar bæði með vatnslit og olíu en hún hefur lagt meiri áherslu á olíuverkin undanfarin ár.
Íslensk náttúra veitir Guðrúnu innblástur í verk sín. "Náttúran er tilviljanakennd og því vil ég skapa tilviljanakennt, ég leyfi verkinu að ráða för. Tilfinningar og tilviljanir leiða mig áfram, ég fanga augnablikið og festi á strigann." Með samspili litatóna úr náttúru landsins, ljóss, skugga og hinnar einstöku íslensku birtu nær Guðrún að framkalla náttúrumyndir af hálendi Íslands og færa inn í stofu þar sem fólk getur notið þess hvern dag.
Sýningar:
2015: Sögusetrið, Hvolsvelli
2014: Sögusetrið, Hvolsvelli
2011: Sólon, Bankastræti, Reykjavík