
Guðbjörg Sigmundsdóttir
Guðbjörg Sigmundsdóttir
Guðbjörg Sigmundsdóttir (GUGGA), (f. 31 maí 1953), stundaði nám við Myndlista- og Handiðaskólann í Reykjavík 1976, fór síðan í Sjúkraliðaskóla Íslands. Nam lista- og menningarsögu á árunum 1999 – 2001 við University of Bath, Englandi. GUGGA hefur stundað nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs. Hún er meðlimur í Íslenska Grafíkfélaginu, Litka myndlistafélagi og Myndlistafélagi Kópavogs. GUGGA hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis, verið með einkasýningar og tekið þátt í rekstri listagallerís.
Verkin hennar eru með sterkri tilvísun í náttúruna. Náttúran er henni hugleikin, sá ytri veruleiki sem augað greinir, hin eilífa hreyfing og lifið sjálft sem í því. . . Lesa meira
Kíkt upp úr snjónum
Stærð: 105x95 cm.
Tækni: Olía á striga.
Verkið afhendist í ljósum viðarramma.
160.000 kr
Fjallasýn
Stærð: 80x135 cm.
85x140 cm í svörtum yfirfelldum ramma.
Tækni: Olía á masónít.
138.000 kr