
Guðbjörg Sigmundsdóttir
GUGGA, Guðbjörg Sigmundsdóttir (f. 31 maí 1953), stundaði nám við Myndlista- og Handiðaskólann í Reykjavík 1976, fór síðan í Sjúkraliðaskóla Íslands. Nam lista- og menningarsögu á árunum 1999 – 2001 við University of Bath, England. GUGGA hefur stundað nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs. Er meðlimur í Íslenska Grafíkfélaginu, Litka myndlistafélag og Myndlistafélagi Kópavogs. GUGGA hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis, verið með einkasýningar svo og þáttakandi í rekstri listagallerí.
Verkin hennar eru með sterkri tilvísun í náttúruna. Náttúran er henni hugleikin, sá ytri veruleiki sem augað greinir, hin eilífa hreyfing og lifið sjálft sem í því speglast, en jún vinnur úr þeim abstract form sem kallast á við fyrirmyndina án þess að vera nákvæm eftirmynd þess.
"Í myndunum tengi ég liti og form þannig að það móti jafnvægi eða spennu á striganum og skapi draumkennda veröld. Útkoman er allan jafnan tilviljanakennd, enda reyni ég að virkja undirvitundina við sköpunina. Þetta er norræn listræn nálgun þar sem landslagið tengist tilbeiðslu og dulúð. Fyrir Íslending er landslagið heilagt, eitthvað sem við tilbáðum og óttuðust í margar aldir. Í dag eru landið og vatnið okkar dýrmætasta djásn. "