
Friðrik Þorsteinsson
Friðrik Þorsteinsson
Friðrik er fæddur í Reykjavík og ólst aðallega upp þar en hefur búið í Hafnarfirði í rúm tuttugu ár. Þar er Reykjanesið í bakgarðinum og fer Friðrik þangað oft enda mikið myndefni þar. Einfaldleikinn og form hafa mest heillað hann í leit að myndefni.
Í gegnum tíðina hefur hann verið mest í hefðbundinni landslagsljósmyndun, en á seinni árum hefur hann farið út í ICM ljósmyndun. Með ICM (intentional camera movement) tækni tekst honum að búa til einstakar myndir sem eru mitt á milli að vera ljósmynd og málverk.
Í Stokkhólmi á yngri árum lagði hann fyrir sig nám í grunnmenntun í ljósmyndun. Síðan þá hefur hann verið duglegur að fara námskeið og læra af öðrum ýmsa tækni í ljósmyndun. Friðrik hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, mest hérlendis en einnig nokkrum erlendis.
Karfan þín
Karfan þín er tóm.