Eiríkur Benediktsson
Eiríkur Benediktsson
Eiríkur Benediktsson er fæddur í Keflavík árið 1960 en býr nú í Hafnarfirði. Hann sýndi snemma hæfileika í teikningu, þó að örlögin hafi leitt hann í aðra atvinnugrein.
Á undanförnum árum hefur hann helgað enn meiri tíma listsköpun sinni. Eiríkur ferðast mikið um landið, ávalt með striga, pensla og olíuliti við hönd til að fanga fegurð náttúrunnar. Helstu áhrifavaldar hans í æsku voru íslensku listamennirnir Kjarval og Ásgrímur Jónsson, ásamt gömlu meisturunum Rembrandt og Leonardo da Vinci. Hann sækir innblástur í verk samtímalistamanna á borð við Florens Farges og fleiri, auk þess sem íslensk náttúra hefur sterk áhrif á list hans.
Eiríkur málar aðallega landslagsverk en hefur einnig verið að þróa hæfileika sína í andlitsmyndum. Verk hans eru seld í svörtum römmum, en kaupendur geta óskað eftir breytingum.
Karfan þín
Karfan þín er tóm.