Díana Rós Brynjudóttir
Díana Rós Brynjudóttir
Díana Rós Brynjudóttir er fædd á Ítalíu, árið 2001. Hún er uppalin á víð og dreif um Ísland og er nú búsett á Akureyri. Allt frá barnsaldri hefur Díana ávallt dundað við handverk af ýmsum toga þar sem hún varði miklum tíma á vinnustofu móður sinnar sem var hamskeri. Þrátt fyrir það hóf hún ekki listamannaferil sinn af alvöru fyrr en seint á árinu 2022.
Innblástur málverkanna fær Díana út frá eigin tilfinningum, og fæðast verk hennar aðallega þegar sambýlismaður hennar fer út á sjó og við tekur tómarúmið. Þá má oft sjá öldur og flæðandi mynstur í myndum hennar. . . Lesa meira
Skófir
Stærð: 50x50 cm.
51x51 cm í fururamma.
Tækni: Akrýl á striga.
"Snævi þaktar abstrakt skófir. Áferð verksins er með þykkum og upphleyptum gloss."
80.000 kr
Brim
Stærð: 50x50 cm.
51x51 cm í fururamma.
Tækni: Akrýl á striga.
"Úfinn sjór sem skellur á óskilgreindan hlut."
50.000 kr
Misvísandi
Stærð: 50x50 cm.
51x51 cm í fururamma.
Tækni: Akrýl á striga.
"Áttavilltir vísar í mjúku landslagi. Áferð verksins er með þykkum og upphleyftum gloss."
70.000 kr
Háflóð
Stærð: 50x50 cm.
51x51 cm í fururamma.
Tækni: Akrýl á striga.
"Mikið öldurót sem skellur saman og skapar óróleika. Áferð verksins er með þykkum og upphleyftum gloss."
95.000 kr
Heimsálfur
Stærð: 70x70 cm.
71x71 cm í fururamma.
Tækni: Akrýl á striga.
"Abstrakt landakort þar sem má finna heimsálfurnar sjö. Áferð verksins er með þykkum og upphleyftum gloss."
135.000 kr
Jörðin úr fjarska
Stærð: 70x70 cm.
71x71 cm í fururamma.
Tækni: Akrýl á striga.
"Loftmynd sem sýnir abstrakt landakort. Áferð verksins er með þykkum og upphleyftum gloss."
135.000 kr
Bráðið landslag
Stærð: 70x70 cm.
71x71 cm í fururamma.
Tækni: Akrýl á striga.
"Landslag og veðrátta sem drýpur niður. Áferð verksins er með þykkum og upphleyftum gloss."
135.000 kr