Bjarnveig Björnsdóttir er fædd árið 1965 og uppalin í Reykjanesbæ. Sköpunargleðin var mikil og hún fékk snemma áhuga á teikningu, formum og sterkum litum. Eftir að hafa menntað sig og alið upp sína fjölskyldu lét hún draum sinn rætast með því að sækja námskeið í olíumálun hjá Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni árið 2009 og síðan hefur ekki verið aftur snúið.
Hún kláraði nám hjá listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja og myndlistaskóla Kópavogs og hefur sótt síðan námskeið á mörgum virtum listamönnum Íslands. Bjarnveig aflaði sér enn meiri þekkingar út fyrir landsteinana í Slóvaníu, Póllandi, Danmörku og Englandi. Bjarnveig prófar sig áfram í list sinni með því að mála á striga, plötur, pappa og allt sem hugsast getur til að sjá mismunandi áferð. Efnin sem hún notar er olía, acryl, vax og blek og oftar en ekki er áskoruninni að setja saman á nýjan leik þekkta miðla til að fá fjölbreytilegri árangur.
Hún sér eingöngu tækifæri til að læra og bæta í reynslubankann og horfir á heiminn með opnum huga og drekkur í sig þekkingu. Þetta hefur haft þau áhrif að tæknileg þekking hennar er orðin fjörbreytileg og listin margbreytileg. Fyrir um það bil 5 árum kynntist hún því að vinna í grafík, hún fann hvað það heillaði hana mikið, þó að hún sé mikið að vinna og prófa nýjar aðferðir í listsköpun sinni þá er grafík alltaf með.
Innblástur sækir hún í óspilltri náttúru Íslands, fallegri liti og umhverfi er fágætt. Litasamsetning heillar hana og einnig sækir hún innblástur gömlu meistarana svo sem El Greco, Van Googh og fleiri. Í list sinni fær hún útrás fyrir sköpunargleði sína og upplifun.
Nám
Listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Myndlistaskóli Kópavogs, Old masters hjá Stephen William Lárus.
Námskeið
Myndlistanámskeið 1, 2 og 3 Málun,listasaga,mótun hjá Guðmundi Rúnar Lúðvíkssyni.
Myndlistanámskeið í still life hjá Pétri Gauta.
Frjáls málun hjá Bjarna Sigurbjörnssyni.
Frjáls málun fyrir lengra komna og Master Class.
Vatnslitamálun hjá Þórunni K. Guðmundsdóttur.
Helgarnámskeið hjá Þuríði Sigurðardóttur.
Myndlistarnámskeið í Akríl málun hjá Jónasi Viðari.
Myndlistarnámskeið í olíu hjá Kristbergi Ó Péturssyni.
Grafík námskeið hjá Elfu Hreiðarsdóttur og Serhiy Savehenki.
Helgarnámskeið hjá Soffíu Sæm í Hvíta Húsinu.
Námskeið erlendis
Námskeið í Englandi hjá Lewis Noble.
Master Class hjá Serhiy Savehenki í Slóveníu.
Kunsthøjskolen í Danmörku, Kennarar Camilla Thorup og Peter Carsen.
Námskeið í Póllandi hjá Serhiy Savehenki og Eduard Belsky.
Samsýningar
Myndlist og Vísnavinir í Lystasmiðjunni, Ellefu konur og einn kall í Lystasmiðjunni.
Allt eða ekkert í Duushúsum, Ljósanótt.
Sex dagar í Lystasmiðjunni, Gangið í bæinn á Flughóteli Reykjarnesbæ.
Veggur hjá ART 67.
Fer Hyrningur á Ljósanótt.
Samsýning Helgimyndir hjá Litka.
Einkasýningar
Myndlistasýningin Víðsýn í Fishershúsinu.
Vinnustofu opnanir Vatnsnes (gamla byggðarsafnið Reykjanesbæ).
Sýna minna