Auður Eysteinsdóttir
Auður Eysteinsdóttir
Auður Eysteinsdóttir (AuðEy) útskrifaðist frá Myndlistar-og handíðaskóla Íslands 1984 og hefur kennt myndmennt í rúmlega 25 ár. Sköpunin hefur þó aldrei verið langt undan og hefur Auður prófað ýmsan efnivið. Í dag fæst hún aðallega við akrýlmálun og leirmótun.
Myndir Auðar eiga til að breytast og nýjar tengingar myndast eftir hvernig horft er á þær. Margar litlar myndir birtast og stundum þarf að horfa vel á heildarmyndina. Auður hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar. Hún er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistamanna (SÍM).
Mál gróðursins
Stærð: 70x70 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Myndin er máluð undir áhrifum af ljóðlínum sem sonur listamanns samdi:
Mál gróðursins í lækjarnið lækningavatnsins."
145.000 kr
Loka
Karfan þín
Karfan þín er tóm.