Bar Face
Stærð: 49x39 cm.
Tækni: Sprey á timbur.
Unnið á timbur úr pallettum (vörubretti) sem búið er að saga til, pússa, lakka og skrúfa saman.
Grunnurinn af andlitinu er tekinn frá andliti Brigitte Bardot. Brigitte Bardot er frönsk leikkona, fyrrverandi tískusýningarstúlka, ljósmyndafyrirsæta og söngvari á 6. og 7. áratug 20. aldar.
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Árni Thor
Árni Thor (1980) er þýsk-íslenskur samtímalistamaður sem ólst upp í 200 Kópavogi. Hann hefur undanfarin ár verið að fikra sig áfram í listsköpun sinni undir áhrifum götulistar (street art / graffiti) og pop-listar (pop art). Árni Thor er sjálflærður að mestu en hefur þó sótt ýmis námskeið og unnið með öðrum listamönnum.
Í gegnum bernsku- og unglingsárin var hjólabrettaiðkun og sú menning sem henni fylgir miklir áhrifavaldar í lífi hans. Grafísk hönnun hjólabretta, pönk-tónlist og vegglist heilluðu hann snemma. Undirgöngin í Hamraborginni, nálægt því þar sem Árni ólst upp, menningarborgin Berlín og vegglistin sem Árni sá á. . . Lesa meira