Aldís Ívarsdóttir er fædd í Reykjavík 1961 og uppalin í Kópavogi. Hún stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands “MHÍ” og hefur jafnframt sótt ýmiss myndlistanámskeið í gegnum árin ásamt grafískri hönnun hjá NTV. Hún er meðlimur hjá Sambandi íslenskra myndlistamanna (SÍM).
Allt frá barnæsku safnaði hún að sér allskyns dóti og rusli, t.d. serioskössum og mjólkurfernum og gerði úr því ótrúlegustu listaverk, hver dagur snerist um að skapa eitthvað nýtt. Sem barn og unglingur var hún send á hin ýmsu myndlistanámskeið þar sem það var augljóst hvert hugur hennar og hæfileikar stefndu.
Þegar hún var ung við nám í. . . Lesa meira
Aldís Ívarsdóttir er fædd í Reykjavík 1961 og uppalin í Kópavogi. Hún stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands “MHÍ” og hefur jafnframt sótt ýmiss myndlistanámskeið í gegnum árin ásamt grafískri hönnun hjá NTV. Hún er meðlimur hjá Sambandi íslenskra myndlistamanna (SÍM).
Allt frá barnæsku safnaði hún að sér allskyns dóti og rusli, t.d. serioskössum og mjólkurfernum og gerði úr því ótrúlegustu listaverk, hver dagur snerist um að skapa eitthvað nýtt. Sem barn og unglingur var hún send á hin ýmsu myndlistanámskeið þar sem það var augljóst hvert hugur hennar og hæfileikar stefndu.
Þegar hún var ung við nám í MHÍ heillaðist hún mjög af Kristjáni Davíðssyni abstract listmálara, og varð hann henni innblástur til listsköpunar. Sem ung móðir með stórt heimili og veikindi í fjölskyldunni gafst henni ekki færi á að sinna listsköpun af þeim krafti sem hún hefði kosið, því eru aðeins nokkur ár síðan hún gat hellt sér að fullu í málverkið og er listsköpun hennar aðalvinna í dag.
Aldís leitast stöðugt við að þróa áfram sköpun sína og tækni og sækir sér víða innblástur í dag. Flæðið í sköpuninni er lykilatriði, hún leikur með litina með engar fyrirfram hugmyndir, snýr striganum stöðugt og lætur verkið skapa sig sjálft. Í lokin kemur verkið henni sjálfri oft á óvart sem er mjög skemmtilegt. Aldís vil gjarnan að persónuleg upplifun áhorfandans og hugmyndaflæði fái að njóta sín og kýs hún því oftast að hafa verkin nafnlaus,eða nefna þau með “óræðum nöfnum” þar sem nafngift getur sett ákveðnar skorður.
Aldís er litblind og í upphafi vildi hún ekki að fólk vissi af því, þar sem það hljómar furðulega að vera litblindur listamaður. En þegar fleiri og fleiri hafa verið að dásama litameðferð hennar og margir sagt að litirnir væru hennar sterka hlið, hefur hún hlegið og sagt fólki frá litblindu sinni. Uppfrá því lítur hún á þetta sem sérstakan karakter í "sínum verkum" sem augljóslega stýrir hennar litavali því oftast notar hún sterka og jafnvel skæra liti. Hún segir stundum í gríni við börnin sín að þegar hún sé öll skuli þau opna listasafn með verkum hennar, það muni verða vel sótt, því hver vill ekki koma og sjá “litblinda listamanninn”?
Aldís á að baki nokkrar einkasýningar hér heima og erlendis ásamt því að hafa tekið þátt í samsýningu á “Torgi Listamessu”.
Sýna minna