
Aldís Ívarsdóttir
Aldís Ívarsdóttir
Aldís Ívarsdóttir er fædd árið 1961. Hún stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands “MHÍ” og hefur jafnframt sótt ýmiss myndlistarnámskeið í gegnum árin ásamt grafískri hönnun. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis. Aldís er meðlimur hjá SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna).
Náttúruöflin sem eru stöðugt á hreyfingu og oft með miklum krafti, eru innblásturinn í verkum Aldísar. Hún notast við ólíkar leiðir til að koma litunum á strigann, og mismunandi aðferð gefur mismunandi útkomu sem er oft mjög skemmtilegt. Aldís tæmir hugann, hefur engar fyrirfram hugmyndir fyrir utan val á litum. . . Lesa meira