Vinstri hönd
Stærð: 50x40 cm.
Tækni: Blek á striga.
"Verkið er partur af seríu sem er unnin með akrýlbleki á striga. Útkoman er alltaf óákveðin og ræðst mikið til af stefnu litanna í upphafi. Þá notar listamaður vatn og blek sem fer oftar en ekki eigin leiðir sem þarf þó að stjórna með ýmis konar aðferðum því annars lekur allt út um allt. Þetta eru yfirleitt mörg lög af bleki sem gefa ákveðna dýpt og snýst loka útkoman um einhvers konar jafnvægi milli lita og forma. Stundum verða til landslög en stemningin er alltaf óráðin og draumkennd."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Sigurður Angantýsson Hólm
Sigurður Angantýsson Hólm (f. 1984) er myndlistarmaður og grafískur hönnuður frá Reykjavík með BA-gráðu í grafík frá Listaháskóla Íslands.
Myndlist Sigurðar er oft draumkennd eða súrrealísk en endurspeglar í senn fegurðina í íslenskri náttúru. Verkin eru ýmist unnin á striga eða grófum pappír og er notast við akrýl, olíu, blek eða vatnsliti.
Sigurður hefur haldið tvær einkasýningar hérlendis og tekið þátt í mörgum samsýningum gegnum tíðina. Hann er með myndlistarstúdíó í Ármúlanum eins og er.