Þórunn Bára Björnsdóttir (1950) hefur verið virk í íslenskri myndlist síðastliðinn áratug. Hún lauk listnámi frá listaháskólanum í Edinborg (BA) og Wesleyjan háskóla í Bandaríkjunum (MALS). Þórunn Bára er félagi í SÍM og hefur hún haldið sýningar árlega, ýmist á Íslandi eða erlendis. Vinnustofa hennar er staðsett á Grenimel 21.
Þórunn Bára fæst við náttúruskynjun og samspil manns og umhverfis í verkum sínum. Hún telur að list í samvinnu við náttúruvísindi geti aukið skilning á mikilvægi bættrar umgengni við náttúruna og það verði einnig fólki til góðs.
"Við berum hvert um sig sameiginlega ábyrgð á þeim málaflokkum sem nú ógna stöðuleika lífs á jörðu. Neikvæðar breytingar á láði og legi verða nú með auknum hraða, þannig að vistkerfið nær ekki að aðlagast og er í hættu sem aldrei fyrr." "Skynreynsla er vannýtt leið til að öðlast skilning á tilverunni. Án skynjunar verður engin hugsun. Skynjun er nauðsynleg viðbót við vitneskju um náttúrunna sem vísindin hafa lagt fram og því verður maðurinn að gefa sér tíma til að sjá og hugsa. Þar gegnir listin mikilvægu hlutverki." Með þetta að leiðarljósi hefur Þórunn Bára horft til náttúruvísinda úr lífríki Surtseyjar sl. áratug og skrásett á léreft. "Fátt er áhugaverðara en þróun lífs á nýrri jörð."
Verkunum, sem hér eru sýnd, er ætlað að lyfta upp tilvist smárra en mikilvægra plantna úr vistkerfinu svo sem fléttum og mosum. En einnig þeim íslensku plöntum sem hafa náð að festa rætur á hrjóstugu landi og við þekkjum og okkur þykir vænt um. "Með því að gefa gróðri jarðar gaum verður okkur ljós sú fegurð og viska sem í náttúrunni býr sem er mannbætandi. Við höfum skyldur við náttúruna sem einstaklingar og samfélag."
Einkasýningar
2020: Surtsey - mávaból: Hof, menningarhús, Akureyri.
2019: Surtsey - nýr heimur: fegurðin býr í einfaldleikanun. Hannesarholt, Reykjavík.
2019: Surtsey - landnemar. Bókasafn Ölfuss, Þorlákshöfn.
2018: Surtsey - rediscovering the origin of Nature. Galleri Krebsen, Kaupmannahöfn.
2018: Surtsey - ég er náttúra. Borgarbókasafnið - Menningarhús Spönginni, Reykjavík.
2018: Náttúruskynjun. Gallerí Fold, Reykjavík.
2017: Eldheimar, Vestmannaeyjar, júní - september.
2014: Hotel Park Inn, Reykjavik; "Surtsey turns 50".
2013: Smiðjan Listhús; "Surtsey - new paintings".
2010: Iða, Reykjavík, Iceland; “Surtsey, signs of life”.
2009: Kirsuberjatréð, Reykjavík, Iceland; “Surtsey, description I, mosses and lichens”.
2008: Student exhibition, eca, Edinburgh, Scotland; “Surtsey, forces of nature“.
2007: Gallery Ófeigur, Reykjavík, Iceland; “Water“.
Samsýningar
2018: Holbro, Denmark: Roaming the North Atlantic.
2017: Light, land and latitude at Summerhall, Edinburgh.
2015: Galleri Fold: Christmas exhibition.
2010: WOT Edinburgh, Scotland.
2009: Degree show, eca, Edinburgh, Scotland; “Surtsey, evolution of life“.
2009: Gladstone Gallery, Edinburgh, Scotland: “Surtr n Ogygia“.
2008: Evolution house, Edinburgh, Scotland; “Rhizoma“.
2008: Student exhibition, eca, Scotland; “Blueprint“.
2008: Student exhibition, Scaterow, Scotland 2007: Student exhibition, Chezzler Gallery, Edinburgh, Scotland.
Opinber eiga
University of Edinburgh, Edinburgh, Scotland - Þrjú verk.
Frazer Suits Hotels Edinburgh, Scotland - Nokkur verk.
The Scottish Parliament, Edinburgh, Scotland, private office – Eitt verk.
Verðlaun
Eca – international scholarship 2008, based on academic merit.
Sýna minna