Inn í skóginn: Úlfur
Stærð: 40x30 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Verkið er úr seríunni "Inn í skóginn". Serían inniheldur verk sem sýna skóga með og án dýra. Listamaðurinn vill að hvert verk sýni skot inn í líf skógarins og vekji ákveðna ævintýra tilfinningu. Undrun, flæði, drungi, friðsæld, kuldi, hlýja og margar aðrar tilfinningar má finna í hverju verki.
Þetta málverk sýnir úlf stoppa á vegi sínum að syngja sinn söng til tunglsins.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli
Staðsetning listaverks
1. Ef sækja á verk er gott að vita staðsetningu listamanns. Staðsetning listamanns kemur fram undir heiti verks hér fyrir ofan.
2. Setja í körfu
Fyrst þarf að bæta verki í körfu. Í körfunni þarf að haka í og samþykkja skilmála áður en gengið er frá kaupum. Áður en haldið er áfram í afhendingarmáta þarf að fylla inn upplýsingar um viðtakanda.
3. Afhendingarmáti
Í boði er að sækja verkið á vinnustofu listamanns eða að fá verkið sent heim. Ef valið er að sækja hefur listamaður samband og gefur upp nákvæma staðsetningu á vinnustofu.
4. Greiðsluleiðir
Greiðslu getur þú innt af hendi á ýmsa vegu: Kredit- og debetkort, millifærsla í banka, reiðufé eða Netgíró, Aur, Pei til þess að borga/dreifa/fresta greiðslum.
5. Afhending á verki
Þegar greiðsla hefur borist fær listamaður upplýsingar um kaupin. Listamaður hefur samband við kaupanda, við fyrsta tækifæri, og undirbýr verkið fyrir afhendingu.
6. Afhendingartími
Við leggjum metnað í afhendingartíma og því hafa listamenn oftar en ekki samband samdægurs til þess að afhenda verk.
Sjá skilmála fyrir ýtarlegri upplýsingar.

Magnea Rún Gunnarsdóttir
Magnea Rún Gunnarsdóttir er myndlistamaður fædd árið 1994 og uppalin í Kópavogi. Hún útskrifaðist af listabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og lærði hreyfimyndagerð í Amsterdam á árunum 2016 til 2017.
Hún byrjaði að teikna að unga aldri og síðan að mála árið 2010 en þó ekki af alvöru fyrr en 2018.
Magnea dregur innblástur frá dýrum og náttúru. Útivist og bílferðir veita henni ávallt innblástur sem og tónlist.
Hún hefur notað aðferðir eins og akrýl, olíu, kol, pastel, vatnsliti og digital verk á fjölbreytta grunna, svo sem striga, hör, við, steina, pappír og veggi. Hún vinnur þó aðallega með. . . Lesa meira