Um okkur

1880x970 px

Nýir tímar fyrir listunnendur

Markmið okkar er að koma íslenskri list betur á framfæri og gera hana aðgengilegri fyrir alla. Við bjóðum listunnendum upp á falleg frumverk frá eftirsóknarverðum listamönnum.
Með myndlist í boði á netinu, frá öllum landshornum, brúum við bilið á milli listamanna og listunnenda.

Við höfum ástríðu fyrir því sem við gerum. Apollo art er að breyta því hvernig listaverk eru skoðuð, keypt og seld. Við gefum listamanninum rödd til að koma sér og sinni list á framfæri svo þú eigir auðveldara með að finna listaverk sem hreyfir við þér.

Listamenn apollo art eru settir í fyrsta sæti. Við sköpum ný tækifæri og bjóðum sanngjarna söluþóknun svo að listunnendur fái gæða úrval, góða upplifun og persónulega þjónustu við fjárfestingu á listaverkum.

Umsókn fyrir listamenn

ÍSLENSK MYNDLIST Í FARARBRODDI.

Falleg og framandi verk beint frá vinnustofum listamanna. Við erum með verk frá frábærum listamönnum, ungum og efnilegum til þekktari og reynslumeiri.

FYRIR HVERN SEM ER, HVAR SEM ER.

Apollo art er stofnað fyrir bæði listamanninn og listunnandann. Við erum fyrsti viðkomustaðurinn fyrir þig, hvort sem þú ert safnari, listunnandi eða vilt einfaldlega skreyta veggina þína með fallegri íslenskri list.
You have successfully subscribed!
This email has been registered