Diðrik Jón Kristófersson er fæddur og uppalinn í Reykjavík og byrjaði snemma að teikna og mála, en hans helstu áhrif og áhrifavaldar komu – og koma enn – úr goðafræði, þjóðsögum og fornsögum (íslenskum og erlendum), dulspeki/heimspeki, tónlist og tengdri myndlist ásamt óhefðbundnum teiknimyndasögum og klassískri myndlist endurreisnar.
Að lokinni BA gráðu í myndlist við Willem de Kooning Akademíuna í Hollandi, ásamt Meistaragráðu í Kennslufræðum Sjónlista við LHÍ, hefur Diðrik starfað sem myndlistarmaður í næstum 30 ár og haldið einkasýningar á Íslandi og í Hollandi ásamt þátttöku í fjölda samsýninga. Hann er nú búsettur í Norður-Karólínufylki. . . Lesa meira
Diðrik Jón Kristófersson er fæddur og uppalinn í Reykjavík og byrjaði snemma að teikna og mála, en hans helstu áhrif og áhrifavaldar komu – og koma enn – úr goðafræði, þjóðsögum og fornsögum (íslenskum og erlendum), dulspeki/heimspeki, tónlist og tengdri myndlist ásamt óhefðbundnum teiknimyndasögum og klassískri myndlist endurreisnar.
Að lokinni BA gráðu í myndlist við Willem de Kooning Akademíuna í Hollandi, ásamt Meistaragráðu í Kennslufræðum Sjónlista við LHÍ, hefur Diðrik starfað sem myndlistarmaður í næstum 30 ár og haldið einkasýningar á Íslandi og í Hollandi ásamt þátttöku í fjölda samsýninga. Hann er nú búsettur í Norður-Karólínufylki Bandaríkjanna og nýtur sín vel innan um óspillta náttúru, margmenningu og fjölskrúðugt dýralíf.
Hugmyndafræðin á bak við listina er óumdeilanlega sniðin út frá hugsmíðahyggju og jafnvel „félagslegri hugsmíðahyggju“, en hér leggst áherslan á boðskap og/eða fræðslu ásamt því að byggja eða endurskapa raunveruleikann út frá innsæi, rannsókn og sívaxandi þekkingu („að gera er að læra“). Þar með má segja að hvert verk sé vísir að því næsta þó svo að stundum sé erfitt að sjá beina tengingu.
Tækni og myndbygging miðast ævinlega við það að skapa tilfinningu fyrir hreyfingu, rými og þrívídd með grafískum styrkleika og minnistæðri samsetningu, en sumir hafa kallað útkomuna pönkaða eða rokkaða fantasíu-teiknimyndamyndlist þar sem megináherslan leggst á að „tæla“ áhorfendur til að lesa á milli línanna og mögulega týna sér í kynngimögnuðum krafti, flæðandi straumum og smáatriðum. Viðbrögðin eru yfirleitt „agndofa“ og þá er tilganginum náð að einhverju ráði, en framtíðaráform og verkefni munu miðast við slíkt; þá mögulega að veita sýn í nýja veröld eins og horft sé út um hurð eða stóran glugga.
Flestöll verk eru unnin í akrýl á striga (bómul eða hör eftir hentugheitum) og stundum blönduð með kolakrít, pastel og/eða vatnsmálningu, en slík efnisnýting telst mun umhverfisvænni en olían og jafnvel nauðsynleg í upphleyptum verkum „Sortnunar“ sem slógu rækilega í gegn á samsýningunum Torgi á Korpúlfsstöðum, 2018/2019 og teljast einstök á heimsvísu.
Þar sem Diðrik er búsettur í Bandaríkjunum er óskað eftir biðlund varðandi flutning á verkum en slíku er auðveldlega hagrætt í samráði við kaupendur og einfaldlega spurning um hvað sé hentugast að hverju sinni.
Einkasýningar
9 einkasýningar og gjörningar (á Íslandi og í Hollandi).
Helstu einkasýningar:
2017: "Vættir: Forskot" – Einkasýning í StúdíóZ, Gallerí Anarkía, Kópavogur.
2019: "Sortnun", í sýningarsal SÍM, Reykjavík.
Samsýningar
18 talsins og þær helstu:
2002: "Kunstbeurs" - samsýning, The Ahoy, Rotterdam.
2008: "Twee(2) Strijd Voor 12" - samsýning, Gallery Pand Paulus, Schiedam, Holland.
2014 "GGG" - samsýning, Bíó Paradís, Reykjavik.
2018: "Torg - Listamessa" - samsýning, Korpúlfsstaðir, Reykjavík.
Nám
1995-2000: BA diplóma í "Myndlist og Hönnun" - Willem de Kooning Academy, Rotterdam, Holland.
2015-2017: M.Art.Ed diplóma í "Kennslufræði Sjónlista" - LHÍ (Listaháskóli Íslands), Reykjavík, Ísland.
Félagaaðild
SÍM - Samband íslenskra myndlistarmanna.
Sýna minna