Man ekki
Stærð: 40x30 cm.
Tækni: Blek á spónarplötu.
"Verkið er partur af seríu þar sem listamaður notar akrýlblek á spónarplötu. Platan er grunnuð með hvítri innanhússmálningu, til að loka viðnum, og svo bætast við mörg lög af bleki sem þurfa öll að þorna inn á milli. Þannig fæst marglaga áferð sem er full af dýpt og smáatriðum sem koma sífellt betur í ljós."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Sigurður Angantýsson Hólm
Sigurður Angantýsson Hólm (f. 1984) er myndlistarmaður og grafískur hönnuður frá Reykjavík með BA-gráðu í grafík frá Listaháskóla Íslands.
Myndlist Sigurðar er oft draumkennd eða súrrealísk en endurspeglar í senn fegurðina í íslenskri náttúru. Verkin eru ýmist unnin á striga eða grófum pappír og er notast við akrýl, olíu, blek eða vatnsliti.
Sigurður hefur haldið tvær einkasýningar hérlendis og tekið þátt í mörgum samsýningum gegnum tíðina. Hann er með myndlistarstúdíó í Ármúlanum eins og er.
